HAUSTGRÍMA

Þessi höggmynd heitir Haustgríma. Hún er úr grágrýti sem tekið var úr grunni nýrrar byggingar Landspítalans og vinna mín að höggmyndinni stóð yfir frá júlí 2020 til febrúar 2022.

Þegar gengið er framhjá Haustgrímu þá virðist hún horfa á vegfarandann. Augasteinarnir fylgja honum eftir. Heiti höggmyndarinnar er sótt í Hávamál.

Stærð höggmyndarinnar er 160 x 130 x 110cm og vegur 4 tonn.

74.
Nótt verður feginn
sá er nesti trúir.
Skammar eru skips rár.
Hverf er haustgríma.
Fjöld um viðrir
á fimm dögum
en meira á mánuði.

Hér má sjá myndskeið af höggmyndinni og gerð hennar fyrir utan Ásmundarsal. Nú stendur hún í garði við Freyjugötu. Garðurinn er beint á móti safni Einars Jónssonar og mun Haustgríma standa þar þangað til henni hefur verið fundinn varanlegur staður.